fimmtudagur, maí 18, 2006
Við erum að tala um það að allt er að brjálast
ég valla gat hjólað kl 7 þar sem fólk er byrjað að safnast saman til að sjá Barca kl 9.. allar götur lokaðar og fólk öskrandi síðan í gær.... bærinn samt farin að líta eðlilega út eftir gær nóttina þar sem annar hver ruslagámur niður í bæ var brenndur og gluggar brotnir í verslunum.. já þeir kunna greinilega að fagna hér!! ég veit nú ekki.. hmm.. en þessa stundina er liðið víst á leiðinni frá flugvellinum.. ég er að spá í að vera bara heima og sjá fagnaðarlætin í sjónvarpinu.. og svo náttúrlega get ég ekki misst af eurovision..sem er á sama tíma.. það voru víst yfir 100 manns sem þurfti að sækja á sjúkrbíl í nótt.. þannig vissara að vera ekki troðin undir..
en eins og flestar útskýringar sem maður fær á skrítnum hlutum.. This is Spain... og punktur..
Ég hef alveg gleymt að tilkynna að ég er núna næstum spænsk.. komin með langþráð spænskt DNI.. uuu.. eftir 8 mánaða ferli.. 5 ferðir á ýmsar stofnanir... er ég komin með kortið sem á að gera lífið svo ótrúlega gott... ég byrjaði á því að skrá mig á heilsugæslu stöðina... mér til mikillar undrunnar fékk ég tíma aðeins viku seinna... ég fór svo í dag.. og fékk tíma hjá húðlækni.. 18 september kl 11:30... já This is Spain.... Barca Barca Barccccccca
já og svo hneyksli dagsins.. ég fer á fund með áströlskum dreifingaraðila... ég er búin að vera vinna verkefni í sambandi við það held ég 2 mánuði... mitt hlutverk á fundinum var rétt að kynna verkefnið og svo áttu þeir að skrifa undir nokkur skjöl..
Svo stend ég upp og ætla byrja tala.. Þá er spurt "Ertu gift" og svo er bara umræða um það.. díses ekki var verið að spurja hina hvort þeir væru giftir..
Nú er þetta aðal brandarinn í vinnunni og fæ ég bónorð alveg hægri vinstri.. spurning hvern ég ætti að velja?
Soley
at
8:05 e.h.
Búið er að draga úr réttum lausnum getraunarinnar.. það er engin önnur en Ester sem vinnur gistingu með morgunverði í barcelona.. gildir í 1 mánuð..
Barca, Barca, Barccccccccccccca.... bráðum fer ég að æla niður af svölunum á öskrandi fólkið... Ég held að aðal ástæða þess að kaupa sér bíl í barcelona, sé til þess að getað flautað í 3 daga til að fagna sigrum... svo biba þeir líka lag.. og ef einn bibar, vilja hinir líka biba.. þannig á endanum biba allir bílarnir.. samt ekki alveg í kór..
ég sem sagt gat sofnað um 3 leitið í nótt vegna óhóflegra fagnaðar láta... og ekki í fyrsta skipti.. það er búið að fanga deildar titlinum að minnsta kosti 3 sinnum.. í gær evrópu titlinum... og svo var ég að lesa í blaðinu að í dag er skipulögð önnur fagnaðarlæti... og skrúðgangan fer 2 götur frá húsinu mínu....
Þeir sem eiga ekki bíla.. og geta þarf afleiðandi ekki bibað.. kaupa sér svona loftvarnar flautu.. oh mæ... er verra en bibið.. og svo má heldur ekki gleyma að nauðsynlegt er að sprengja flugelda...
Þegar Barca skorar á maður að hlaupa út á svalir, öskra, syngja, flauta með loftvarnarflautunni og sprengja flugeld..
Ef þú átt bíl er líka möguleiki á að hlaupa niður í bíl.. og flauta þar..
Soley
at
1:56 e.h.
föstudagur, maí 12, 2006
Getraun..
Hver á íbúð, með engu óhreinu, ekki einu sinni einum óhreinum sokk, öllu straujuðu, hreinum gluggum, hreinum gardínum, hreinum svölum, ísskáp, 3 mánaða briðum af mjólk, bónuðu gólfi, hreinum flískum og síðast en ekki síst hreinum krönum.. þá meina ég að innan sem utan..
svör óskast í komment..
Dregið verðu úr réttum svörum 18 mai og verðlaunin ekki að verri endanum.. gisting með morgunverði í 2 nætur í barcelona..
Soley
at
8:33 e.h.
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Smá fréttir
Ég er ennþá við góða heilsu hér á Spáni, sumar er hins vegar að svíkja mig og bara varla búið að skína sól og ég sem er svo tilbúin fyrir sumarið, allt var fundið fyrir sumarið þegar mamma var hérna.. 3 skópör, pils, stuttermabolir, hlýrabolir.. og svo bara ekki nógu heitt.. svo endaði ég undirbúninginn fyrir sumarið með því að kaupa mér bikini seinustu helgi og mæta eina viku í leikfimi.. þar sem það er náttúrlega sönnuð vísindi að það tekur bara eina viku að vera bikini klar! Þannig ég er sem sagt meira en tilbúin fyrir sól og blíðu alla daga..
Annars er bara búið að vera voða rólegt hérna, ekkert fréttnæmt (ástæðan fyrir engum skrifum), ég fer bara skrifa eins og Mogginn.. um manninn á sellfossi sem bað um fullt vodkaglas eins og þorbjörg nefnir.. Eftir að ég sá að Þorbjörgu fannst fréttin líka fyndin, nefni ég þetta við vinnufélgana: "Hmm.. ég er með frétt frá íslandi.. Maður á sellfossi bað um heilt vodka glas.. " Síðan er minnst á þessa frétt í öðru hverju samtali sem ég í vinnunni.. sérstaklega þar sem það er ákkurat heimsókn frá Rússlandi í þessari viku og er þetta aðal brandarinn..
Allavegana skárri en.. heitiru Sóley.. Já eins og kaffi Sóley...hahahah sem er búið að vera mjög vinsælt hingað til..
Á sunnudaginn seinasta fór ég svo í mexíkanst boð til Lorenu, mamma hennar og móðursystir var í heimsókn þannig ég fékk mat frá mexíkó eldaðan af mexíkóskri mömmu.. mexikanskara getur það nú ekki verið.. fékk samt ekki tequila.. En já soldið sterkur matur.. en góður... Þær konur voru nú bara mjög hressar, en fyrst átti sko mamma að vera á sama tíma, þannig við ætluðum alltaf að hittast með mömmurnar.. en við gerum það bara næst.. En allavegana er ég að lýsa því hvað ég og mamma gerðum, og minnist nú á hið víðfræga Ömmu Gengi sem reyndi að ræna hana í Mango.. En þessi saga hneykslar nú ekki mexikana.. svo næst koma bara 2 klukkutímar af ránssögum og innbrotum... hvernig menn með byssur ráðast á mann þegar maður býður á ljósum.. Ég var nú alltof og saklaus fyrir þessar umræður.. Og ekki að þetta hafi verið fréttir af öðru fólki, heldur bara þeim og fjölskyldu.. díses.. þá er nú gott að vera bara á litla íslandi þar sem þykir fréttnæmt að drekka fullt glas af vodka..
Ég man einmitt um daginn.. minntist ég á það að mér þætti svo mikið að eiginkonumorðum í fréttunum hér á spáni.. sko næstum á hverjum degi.. eins gott að vara sig! En eiginkonumorð eru bara of allgeng í mexikó til að vera frétt.. það er kannski eitthvað minimum fjöldi kvenna áður en það kemst í fréttir.. Eins og t.d. 1 fullt glas... en ekki 1 tvöfaldur
Jæja... ég á von á lambahryggs sendingu í kvöld.. Ég held ég borði bara meiri íslenskan mat hér úti heldur en heima.. og nú eru svo margir alltaf að koma til barcelona að ég gæti bara haft lambakjöt á hverjum sunnudegi..
Ég er enn með fullan fyrsti að harðfiski, flatkökum og hangikjöti.. og meira að segja íslensku heimatilbúunum ís.. Ætli maður hafi ekki búið til Toblerone ís um páskana.. OG úr íslenskunm rjóma... Næst bið ég um að fá líka íslenski egg... þá verður ísinn íslenskari en ég
Ég kem svo líklega til landsins 13 júní, spes fyrir kaogstei sem gifta sig 17 júní.. sem minntust á það um daginn að þau vildu taka þátt í ferðakostnaði gesta?
Soley
at
7:00 e.h.
miðvikudagur, apríl 12, 2006

Þá er mamma sæta búin að vera í heimsókn hjá mér, við höfðum það svo gott saman.. ferðasagan kemur aðeins seinna.. en meðal annars er nýji skakki ikea skápurinn fullur af nýjum fötum!!
En í gær.. var ég að vinna.. Ég ein í húsinu og svo öryggisvörðurinn og einhverjir iðnarðmenn.. ég legg alltaf hjólinu mínu í bílageymslunni.. og maður þarf að fara fram hjá verðinu til að komast þangað inn..
svo þegar ég fór heim.. var að einhverjum undarlegum ástæðum búið að laga hjólið mitt.. í alvöru.. festa stýrið, sem var laust, hækka hnakkinn og festa og pumpa í dekkinn... er þetta kraftaverk eða??
Soley
at
12:32 e.h.
þriðjudagur, mars 28, 2006
Heitur vindur
Sumarið kom loksins um helgina.. með heitum vindi.. loksins komið yfir 20 gráður.. það er yndislegt. ótrúlegt hvað maður getur vaknað auðveldlega þegar skín sól.
Allt að verða tilbúið í íbúðinni, líka eins gott þar sem aðal gesturinn kemur á fimmtudaginn þannig það verður nú hafa allt skínandi áður en mamma kemur.. En við eigum eftir að hafa það svo gott, fæ frí í vinnunni í 2 daga þannig við náum að gera fullt af túrista hlutum og jafnvel fara á ströndina.. íslendingar hljóta nú að geta farið á ströndinni í 20 gráðum!
Edu á svo afmæli í dag, 26 ára. Ég er ennþá að reyna detta eitthvað í hug i afmælisgjöf.. var að spá í sundbuxur vegna hitabylgjunnar, en ég veit ekki.. honum langar alltaf í eitthvað eins og myndavél, lófatölvu.. eða bara ekkert...þannig erfitt er að velja..
Draumurinn var reyndar að kaupa handa honum verkfærakassa eða bor.. er það ekki nauðsynlegt fyrir hvern karlmann að eiga svoleiðis?
En á morgun er Lucy vinkona mín að fara aftur til Kosta Ríka, þannig í kvöld förum við að kveðja hana þannig það verður ekkert afmælisboð í dag allavegana. Maður verður að gera sér grein fyrir því hvað maður er heppin að vera frá íslandi.. enginn vandræði með atvinnu og dvalarleyfi... eða allavegana í evrópu.
En við ætlum að reyna fara heimsækja hana næstu jól.. þá er einmitt mitt sumar í KostaRíka.. mig alveg dreymir um mig á ströndinni þar með svona drykk úr kókoshnetu .. sé það alveg fyrir mér..
Soley
at
2:00 e.h.
þriðjudagur, mars 14, 2006
Að kaupa fataskáp í IKEA..
Ég ætla ekki að mæla með því.. Þessi ferð í ikea var mín seinasta á þessu ári.. og ég er ekki viss hvort ég sé tilbúin að fara í ikea á næsta ári heldur
í fyrsta lagi er ekki sniðugt að kaupa hluti sem passa ekki í lyftuna, í öðru lagi er ekki sniðugt að fatta að það er hægt að opna kassana og bera hlutina upp einn og einn.. ég hélt í alvöru að ég myndi bara deyja.. þessi skemmtilega ferð tók nærrum 5 klukkutíma með öllu.. næst fataskápur úr búð sem ber hluti upp stiga og setur þá saman
guð má svo vita hvenær skápurinn verður endalega settur saman.. ég er byrjuð að seta saman hluti úr skápnum eins og skúffur og þannig... meðan ég set saman 5 setur Edu saman 1... tekur öllu af mikilli ró.. og finnst bara ekkert liggja á að setja skápinn saman... "róleg sóley... við höfum alveg alla vikuna... " hann vill greinilega njóta þess að setja hvern hlut saman.. ég sé fram á að skápurinn verður kominn upp einhvern tíman í kringum páska.. Ekki nema pabbi komi með neyðarflugi og setji skápinn saman..
Soley
at
2:10 e.h.
föstudagur, mars 10, 2006
hversu gott er það að það sé komin helgi.. held mér hafi bara sjaldan hlakkað svona mikið til helgarinnar... ekki það að eitthvað meiri háttar sé planað.. bara alls ekkert.. bara mála svefnherbergið og liggja í sofanum.. fara í göngutúr í góðaverðrinu sem var að koma hingað..
ég einmitt held ég sé geðveik.. í dag var ég í venjulegum langermabol, flíspeysu og ullarkápu... svo var ég að hjóla og var alveg...hmm kannski maður gæti hætt að vera í flíspeysu líka... hjólaði svo framhjá hitamæli... 20 gráður... næsti hitamælir var líka 20 gráður.. þannig það var alveg rétt sko... þá er það bara ströndin kl 8 í fyrramálið krakkar mínir..
matur núna hjá lucy hún eldar alltaf eitthvað baunadót... það býður uppá sérstakan ferskleika yfir helgina fyrir nærstadda
Soley
at
7:10 e.h.