*...
by maystar design
á ferð og flugi
föstudagur, mars 10, 2006
hversu gott er það að það sé komin helgi.. held mér hafi bara sjaldan hlakkað svona mikið til helgarinnar... ekki það að eitthvað meiri háttar sé planað.. bara alls ekkert.. bara mála svefnherbergið og liggja í sofanum.. fara í göngutúr í góðaverðrinu sem var að koma hingað..

ég einmitt held ég sé geðveik.. í dag var ég í venjulegum langermabol, flíspeysu og ullarkápu... svo var ég að hjóla og var alveg...hmm kannski maður gæti hætt að vera í flíspeysu líka... hjólaði svo framhjá hitamæli... 20 gráður... næsti hitamælir var líka 20 gráður.. þannig það var alveg rétt sko... þá er það bara ströndin kl 8 í fyrramálið krakkar mínir..

matur núna hjá lucy hún eldar alltaf eitthvað baunadót... það býður uppá sérstakan ferskleika yfir helgina fyrir nærstadda

Soley at 7:10 e.h.

fimmtudagur, mars 09, 2006

fyrsta vikan í íbúðina bara búin að vera ágætt... lífið með uppþvottavél og allt hitt er einhvern veginn svo miklu betra.
Svo um helgina verður allt tilbúið, ætlum að mála svefnherbergið og setja fataskáp.. svo dreymir mig líka um að gera baðherbergið íslendingavænt.. færa allt svona 20 cm ofar.. eins og t.d risa spegill sem maður getur þannig séð sig allan í.. nema ennið... ég skil ekki að setja hann svona lágt..

Í gær var ég lestinni.. og er að lesa Rokland, bók sem ég fékk í jólagjöf.. tek ég eftir að maðurinn við hliðina er eins og hann sé að lesa bókina með mér.. ég ákvað að segja ekkert þar sem 40 mín voru eftir að ferðinni og nennti ekki að spjalla allan þann tíma.. svo að lokum spyr hann mig hvaða mál þetta sé, eftir að reyna lesa í 20 mínútur..
ég segi nú að þetta sé íslenska.. svo byrja þessar venjulegu lestarsamræðurnar hvort að mér þyki ekki heitt á spáni þar sem það er náttúrlega 40 gráðu frost á íslandi alltaf... Eftir það upplýsir hann mig um að sjálsmorðtíðni á íslandi er ein sú hæsta í heiminum... Ég reyndar veit ekkert um hvort það er há tíðni á íslandi eða ekki.. hann ekki heldur... bara dróg þá ályktun... svo talaði hann um sjálfsmorð alla leið til barcelona...
Hvað varð um ...þekkiru Björk, búiði í snjóhúsum... ég var nú frekar fegin loksins þegar ég var komin á lestarstöðina mína.

jæja hádegið búið.. best að fara vinna.. er að lesa um nýjan leik... gæti ælt á leiðbeiningabókina.. allt er útskýrt svo ofurvel.. eins og
Skjár: útskýring - sýna leik... er það ekki frekar gefið????

Soley at 1:43 e.h.

mánudagur, mars 06, 2006

þá er allt að verða tilbúið í nýju höllinni minni.. enda búin að hafa pabba og mömmu edu í heila viku í heimsókn.. þannig um helgina fékk ég fyrst að njóta íbúðarinnar.. fyrst þurfti ég náttúrlega athuga hvar allt væri, þar sem ég tók ekki uppúr neinum kassa.. en eftir smá umstöflun veit ég hvar svona flest er.. allt var svo að auki skínandi hreint, þannig ekki þurfti ég heldur að taka til.. íbúðin á líklega aldrei eftir að vera jafn hrein og seinasta föstudag.. Búið að þvo allt að minnsta kosti 3.. pússa alla skó... þvo veggina sem ég málaði svo um helgina (var bara ómögulega að lifa með skítuga veggi í 4 daga áður en málað var).. ætla nú ekki að telja upp fleiri atriði... nema kannski uppþvottavéla kennsluna... ef einhver hefur áhuga er aldrei að vita nema ég geti komið ykkur í tíma..það sem tekið verður fyrir á námskeiðinu er: Hvernig á að raða diskum í uppþvottavélina, hvað má fara í uppþvottavélina, hvar á að setja sápuna og svo að lokum hvernig á að setja hann á stað, sem sagt ýta á ON og svo velja prógram..
En enginn búin að kenna mér hvernig á að taka úr uppþvottavélinni... uuuu.. ætli ég geti það alveg ein án aðstoðar hreinlætissérfræðings.. Það verður kannski tekið fyrir í uppvask 2 næsta haust.

Já en íbúðin er undurfögur og nú á ég rúm sem er 2 m á lengd og sofa sem er hægt að liggja í.. þannig ég bara ligg allan daginn núna.. gestir fá að prófa rúm 1.80 m þá kannski skilur fólk hvað ég er að meina..(allavegana fólk 1.80 og meira)

Von er svo á fyrsta gestinum í apríl..þá kemur mamma og endurskipurleggur allt í húsinu.. raðar eins og henni finnst best í eldhúsinu og þvær öll hreinu rúmfötin og handkllæðin.. svo þau séu nú örugglega hrein..

Soley at 1:53 e.h.
[[email]] [[thorbsa]] [[Fjarki] [[Silja]] [[Soley fraenka]] [[Kata]] [[Beta]] [[Ester]] [[Brynhildur Eva]] [[Birna]] [[Thora]] [[Iris Virus]] [[MI]] [[uppskriftir MI]]