þriðjudagur, mars 14, 2006
Að kaupa fataskáp í IKEA..
Ég ætla ekki að mæla með því.. Þessi ferð í ikea var mín seinasta á þessu ári.. og ég er ekki viss hvort ég sé tilbúin að fara í ikea á næsta ári heldur
í fyrsta lagi er ekki sniðugt að kaupa hluti sem passa ekki í lyftuna, í öðru lagi er ekki sniðugt að fatta að það er hægt að opna kassana og bera hlutina upp einn og einn.. ég hélt í alvöru að ég myndi bara deyja.. þessi skemmtilega ferð tók nærrum 5 klukkutíma með öllu.. næst fataskápur úr búð sem ber hluti upp stiga og setur þá saman
guð má svo vita hvenær skápurinn verður endalega settur saman.. ég er byrjuð að seta saman hluti úr skápnum eins og skúffur og þannig... meðan ég set saman 5 setur Edu saman 1... tekur öllu af mikilli ró.. og finnst bara ekkert liggja á að setja skápinn saman... "róleg sóley... við höfum alveg alla vikuna... " hann vill greinilega njóta þess að setja hvern hlut saman.. ég sé fram á að skápurinn verður kominn upp einhvern tíman í kringum páska.. Ekki nema pabbi komi með neyðarflugi og setji skápinn saman..
Soley
at
2:10 e.h.