þriðjudagur, mars 28, 2006
Heitur vindur
Sumarið kom loksins um helgina.. með heitum vindi.. loksins komið yfir 20 gráður.. það er yndislegt. ótrúlegt hvað maður getur vaknað auðveldlega þegar skín sól.
Allt að verða tilbúið í íbúðinni, líka eins gott þar sem aðal gesturinn kemur á fimmtudaginn þannig það verður nú hafa allt skínandi áður en mamma kemur.. En við eigum eftir að hafa það svo gott, fæ frí í vinnunni í 2 daga þannig við náum að gera fullt af túrista hlutum og jafnvel fara á ströndina.. íslendingar hljóta nú að geta farið á ströndinni í 20 gráðum!
Edu á svo afmæli í dag, 26 ára. Ég er ennþá að reyna detta eitthvað í hug i afmælisgjöf.. var að spá í sundbuxur vegna hitabylgjunnar, en ég veit ekki.. honum langar alltaf í eitthvað eins og myndavél, lófatölvu.. eða bara ekkert...þannig erfitt er að velja..
Draumurinn var reyndar að kaupa handa honum verkfærakassa eða bor.. er það ekki nauðsynlegt fyrir hvern karlmann að eiga svoleiðis?
En á morgun er Lucy vinkona mín að fara aftur til Kosta Ríka, þannig í kvöld förum við að kveðja hana þannig það verður ekkert afmælisboð í dag allavegana. Maður verður að gera sér grein fyrir því hvað maður er heppin að vera frá íslandi.. enginn vandræði með atvinnu og dvalarleyfi... eða allavegana í evrópu.
En við ætlum að reyna fara heimsækja hana næstu jól.. þá er einmitt mitt sumar í KostaRíka.. mig alveg dreymir um mig á ströndinni þar með svona drykk úr kókoshnetu .. sé það alveg fyrir mér..
Soley
at
2:00 e.h.