*...
by maystar design
á ferð og flugi
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Smá fréttir

Ég er ennþá við góða heilsu hér á Spáni, sumar er hins vegar að svíkja mig og bara varla búið að skína sól og ég sem er svo tilbúin fyrir sumarið, allt var fundið fyrir sumarið þegar mamma var hérna.. 3 skópör, pils, stuttermabolir, hlýrabolir.. og svo bara ekki nógu heitt.. svo endaði ég undirbúninginn fyrir sumarið með því að kaupa mér bikini seinustu helgi og mæta eina viku í leikfimi.. þar sem það er náttúrlega sönnuð vísindi að það tekur bara eina viku að vera bikini klar! Þannig ég er sem sagt meira en tilbúin fyrir sól og blíðu alla daga..

Annars er bara búið að vera voða rólegt hérna, ekkert fréttnæmt (ástæðan fyrir engum skrifum), ég fer bara skrifa eins og Mogginn.. um manninn á sellfossi sem bað um fullt vodkaglas eins og þorbjörg nefnir.. Eftir að ég sá að Þorbjörgu fannst fréttin líka fyndin, nefni ég þetta við vinnufélgana: "Hmm.. ég er með frétt frá íslandi.. Maður á sellfossi bað um heilt vodka glas.. " Síðan er minnst á þessa frétt í öðru hverju samtali sem ég í vinnunni.. sérstaklega þar sem það er ákkurat heimsókn frá Rússlandi í þessari viku og er þetta aðal brandarinn..
Allavegana skárri en.. heitiru Sóley.. Já eins og kaffi Sóley...hahahah sem er búið að vera mjög vinsælt hingað til..

Á sunnudaginn seinasta fór ég svo í mexíkanst boð til Lorenu, mamma hennar og móðursystir var í heimsókn þannig ég fékk mat frá mexíkó eldaðan af mexíkóskri mömmu.. mexikanskara getur það nú ekki verið.. fékk samt ekki tequila.. En já soldið sterkur matur.. en góður... Þær konur voru nú bara mjög hressar, en fyrst átti sko mamma að vera á sama tíma, þannig við ætluðum alltaf að hittast með mömmurnar.. en við gerum það bara næst.. En allavegana er ég að lýsa því hvað ég og mamma gerðum, og minnist nú á hið víðfræga Ömmu Gengi sem reyndi að ræna hana í Mango.. En þessi saga hneykslar nú ekki mexikana.. svo næst koma bara 2 klukkutímar af ránssögum og innbrotum... hvernig menn með byssur ráðast á mann þegar maður býður á ljósum.. Ég var nú alltof og saklaus fyrir þessar umræður.. Og ekki að þetta hafi verið fréttir af öðru fólki, heldur bara þeim og fjölskyldu.. díses.. þá er nú gott að vera bara á litla íslandi þar sem þykir fréttnæmt að drekka fullt glas af vodka..

Ég man einmitt um daginn.. minntist ég á það að mér þætti svo mikið að eiginkonumorðum í fréttunum hér á spáni.. sko næstum á hverjum degi.. eins gott að vara sig! En eiginkonumorð eru bara of allgeng í mexikó til að vera frétt.. það er kannski eitthvað minimum fjöldi kvenna áður en það kemst í fréttir.. Eins og t.d. 1 fullt glas... en ekki 1 tvöfaldur

Jæja... ég á von á lambahryggs sendingu í kvöld.. Ég held ég borði bara meiri íslenskan mat hér úti heldur en heima.. og nú eru svo margir alltaf að koma til barcelona að ég gæti bara haft lambakjöt á hverjum sunnudegi..
Ég er enn með fullan fyrsti að harðfiski, flatkökum og hangikjöti.. og meira að segja íslensku heimatilbúunum ís.. Ætli maður hafi ekki búið til Toblerone ís um páskana.. OG úr íslenskunm rjóma... Næst bið ég um að fá líka íslenski egg... þá verður ísinn íslenskari en ég

Ég kem svo líklega til landsins 13 júní, spes fyrir kaogstei sem gifta sig 17 júní.. sem minntust á það um daginn að þau vildu taka þátt í ferðakostnaði gesta?

Soley at 7:00 e.h.




[[email]] [[thorbsa]] [[Fjarki] [[Silja]] [[Soley fraenka]] [[Kata]] [[Beta]] [[Ester]] [[Brynhildur Eva]] [[Birna]] [[Thora]] [[Iris Virus]] [[MI]] [[uppskriftir MI]]