*...
by maystar design
á ferð og flugi
fimmtudagur, maí 18, 2006
Við erum að tala um það að allt er að brjálast

ég valla gat hjólað kl 7 þar sem fólk er byrjað að safnast saman til að sjá Barca kl 9.. allar götur lokaðar og fólk öskrandi síðan í gær.... bærinn samt farin að líta eðlilega út eftir gær nóttina þar sem annar hver ruslagámur niður í bæ var brenndur og gluggar brotnir í verslunum.. já þeir kunna greinilega að fagna hér!! ég veit nú ekki.. hmm.. en þessa stundina er liðið víst á leiðinni frá flugvellinum.. ég er að spá í að vera bara heima og sjá fagnaðarlætin í sjónvarpinu.. og svo náttúrlega get ég ekki misst af eurovision..sem er á sama tíma.. það voru víst yfir 100 manns sem þurfti að sækja á sjúkrbíl í nótt.. þannig vissara að vera ekki troðin undir..

en eins og flestar útskýringar sem maður fær á skrítnum hlutum.. This is Spain... og punktur..

Ég hef alveg gleymt að tilkynna að ég er núna næstum spænsk.. komin með langþráð spænskt DNI.. uuu.. eftir 8 mánaða ferli.. 5 ferðir á ýmsar stofnanir... er ég komin með kortið sem á að gera lífið svo ótrúlega gott... ég byrjaði á því að skrá mig á heilsugæslu stöðina... mér til mikillar undrunnar fékk ég tíma aðeins viku seinna... ég fór svo í dag.. og fékk tíma hjá húðlækni.. 18 september kl 11:30... já This is Spain.... Barca Barca Barccccccca

já og svo hneyksli dagsins.. ég fer á fund með áströlskum dreifingaraðila... ég er búin að vera vinna verkefni í sambandi við það held ég 2 mánuði... mitt hlutverk á fundinum var rétt að kynna verkefnið og svo áttu þeir að skrifa undir nokkur skjöl..
Svo stend ég upp og ætla byrja tala.. Þá er spurt "Ertu gift" og svo er bara umræða um það.. díses ekki var verið að spurja hina hvort þeir væru giftir..
Nú er þetta aðal brandarinn í vinnunni og fæ ég bónorð alveg hægri vinstri.. spurning hvern ég ætti að velja?

Soley at 8:05 e.h.


Búið er að draga úr réttum lausnum getraunarinnar.. það er engin önnur en Ester sem vinnur gistingu með morgunverði í barcelona.. gildir í 1 mánuð..

Barca, Barca, Barccccccccccccca.... bráðum fer ég að æla niður af svölunum á öskrandi fólkið... Ég held að aðal ástæða þess að kaupa sér bíl í barcelona, sé til þess að getað flautað í 3 daga til að fagna sigrum... svo biba þeir líka lag.. og ef einn bibar, vilja hinir líka biba.. þannig á endanum biba allir bílarnir.. samt ekki alveg í kór..

ég sem sagt gat sofnað um 3 leitið í nótt vegna óhóflegra fagnaðar láta... og ekki í fyrsta skipti.. það er búið að fanga deildar titlinum að minnsta kosti 3 sinnum.. í gær evrópu titlinum... og svo var ég að lesa í blaðinu að í dag er skipulögð önnur fagnaðarlæti... og skrúðgangan fer 2 götur frá húsinu mínu....

Þeir sem eiga ekki bíla.. og geta þarf afleiðandi ekki bibað.. kaupa sér svona loftvarnar flautu.. oh mæ... er verra en bibið.. og svo má heldur ekki gleyma að nauðsynlegt er að sprengja flugelda...

Þegar Barca skorar á maður að hlaupa út á svalir, öskra, syngja, flauta með loftvarnarflautunni og sprengja flugeld..
Ef þú átt bíl er líka möguleiki á að hlaupa niður í bíl.. og flauta þar..

Soley at 1:56 e.h.
[[email]] [[thorbsa]] [[Fjarki] [[Silja]] [[Soley fraenka]] [[Kata]] [[Beta]] [[Ester]] [[Brynhildur Eva]] [[Birna]] [[Thora]] [[Iris Virus]] [[MI]] [[uppskriftir MI]]